Til sölu er fjögurra herbergja íbúð á efstu hæð til vinstri í fjölbýlishúsinu við Víðigrund 24, Sauðárkróki. Húsið var byggt árið 1978. Íbúðin er 109,8 m2 og meðfylgjandi geymsla á jarðhæð er 4,8 m2. Íbúðin er uppgerð að miklu leyti og í góðu ástandi. Stigagangur er snyrtilegur.
Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi, rúmgóð stofa, eldhús, baðherbergi, þvottahús og geymsla. Auðvelt er að breyta hluta stofu í herbergi. Eldhús er allt nýiinnréttað og á baðherbergi er ný innrétting, vaskur, blöndunartæki og ofn. Í þvottahúsi er nýr vaskur. Öll íbúðin er lögð nýju parketi nema baðherbergi sem er flísalagt. Gott skápapláss er í herbergjum. Gluggar og svalahurðir að vestan hafa verið endurnýjaðir og allir miðstöðvarofnar í íbúðinni.
Ásett verð 29,9 milj.
Nánari upplýsingar hjá Fasteignasölu Sauðárkróks s. 453 5900