Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu sumarhús í Fljótum. Húsið ber nafnið Nýibær og stendur við Miklavatn. Nýibær var upphaflega byggður árið 1993 en viðbygging til austurs var byggð árið 2005. Húsið er alls 64,3 fm. og er eignarlóðin í kring 771,8 fm. Geymsluskúr 9 fm. sem staðsettur er vestan við hús fylgir með.
Húsið skiptist í 2 herbergi með skápum, eldhús, stofu, baðherbergi og rúmgott svefnloft. Eldhús og stofa eru í sama rými. Stór pallur er við húsið. Innbú fylgir í kaupunum.
Snyrtileg eign. Gott útsýni er frá húsinu.
Ásett verð 25 milj.
Nánari upplýsingar um eignina er að fá hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453-5900 eða á netfangið fasteignir@krokurinn.is.
Ágúst Guðmundsson löggiltur fasteignasali
Sunna Björk Atladóttir aðstoðarmaður fasteignasala