Fasteignasala Sauðárkróks býður fasteignina við Skógargötu 3B, Sauðárkróki.
Fjögurra herbergja íbúð á tveimur hæðum í parhúsi, byggt árið 1907, alls 151 fm.
Íbúðin skiptist í kjallara, hæð og ris. Á neðri hæð er forstofa, eldhús, stofa, þvottahús og baðherbergi. Í risi eru þrjú herbergi og geymsla. Kjallari er ekki innréttaður og telst sem geymsla. Það eru fjögur rými og var eitt þeirra áður innréttað sem upptökustúdíó.
Ásett verð 27 milj.
Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið fasteignir@krokurinn.is
Ágúst Guðmundsson löggiltur fasteignasali
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og aðstoðarmaður fasteignasala