Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu fasteignina við Víðihlíð 19, Sauðárkróki.
Fimm herbergja, steypt einbýlishús á einni hæð ásamt bilskúr alls 183 fm.
Birt stærð íbúðarinnar er 135 fm. og byggingarár 1974. Birt stærð bílskúrsins er 48 fm. og byggingarár 1978.
Leigulóð hússins er 864 fm.
Snyrtileg eign sem hefur verið í góðu viðhaldi.
*** Seljendur skoða skipti á minni eign ***
Smelltu hér til að skoða fasteignina í 3D!
Íbúðin skiptist í 4 herbergi, eldhús, stofu, baðherbergi, snyrtingu, þvottahús, forstofu og geymslu.
Inngangur í flísalagða
forstofu með skápum.
Þar við er
snyrting og parketlagt
herbergi með skáp.
Í
eldhúsi er gólf lagt korkflísum. Spónlögð eikarinnrétting frá Trésmiðjunni Borg með dökkri borðplötu og flísum undir skápum. Gott skápapláss. Frá eldhúsi er gengið út á pall sunnan við hús. Siemens bakaraofn, helluborð og vifta.
Stofa ermeð beikiparketi og arni. Við stofuna er borðstofa þar sem áður var herbergi. Frá stofu er gengið út á hellulagða verönd austan við húsið.
Við eldhús er flísalagt
þvottahús og þar við
búr og
geymsla. Útgangur til vesturs frá þvottahúsi. Gólfhiti er í þvottahúsi.
Við herbergisgang eru þrjú herbergi og baðherbergi. Skápar eru við enda gangs.
Herbergi eru parketlögð og tvö með skápum.
Baðherbergi er flísalagt, ljós innrétting frá Trésmiðjunni Borg, hvít tæki, sturtuklefi og baðkar.
Bílskúr er afþiljaður í tvo hluta. Í vesturhlutanum er gryfja í gólfi og bílskúrshurð. Í austurhlutanum er gengið inn á austurhlið skúrsins. Það rými skiptist í tvö herbergi sem eru dúklögð. Á þaki bílskúrs er tjörupappi lagður árið 2005.Garður við húsið er í góðri rækt og sunnan við húsið er pallur. Hellulögð verönd er austan við húsið. Bílaplan er steypt og með snjóbræðslu.
Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið fasteignir@krokurinn.is
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali