Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu fasteignina við Geitagerði 1, Hólum í Hjaltadal, Skagafirði ásamt tilheyrandi hlutdeild í sameign og lóðarréttindum.
Fimm herbergja íbúð á neðri hæð að í tvíbýlishúsi, steyptu árið 2003. Íbúðin er 112 fm. Leigulóð hússins alls er 948 fm.
Húsið er uppsteypt og einangrað að utan. Sérafnotaflötur er fyrir framan íbúðina 2,5 m. við suðvesturhlið.
Snyrtileg eign.
Íbúðin skiptist í 4 svefnherbergi, eldhúskrók, stofu, baðherbergi, geymslu og þvottahús.
Gólf íbúðarinnar eru dúklögð. Skápar eru í öllum fjórum herbergjum.
Innrétting í eldhúsi er úr spónlagðri eik. Eldavél og uppþvottavél frá Siemens.
Baðherbergi er með dúklögðu gólfi, sturtu og hvítum tækjum.
Inn af þvotthúsi er lítil geymsla sem áður var snyrting. Allar lagnir fyrir vask og salerni eru því til staðar.
Rúmgóð geymsla með góðu hilluplássi.
Nettenglar í öllum herbergjum.
Íbúðin máluð hátt og lágt 2020.
Á sama tíma var skipt út öllum loftljósum sem munu fylgja.
Innbú getur fylgt eftir nánara samkomulagi.
Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið fasteignir@krokurinn.is
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali