Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu fasteignina við Geitagerði 3, Hólum í Hjaltadal í Skagafirði ásamt tilheyrandi hlutdeild í sameign og lóðarréttindum.
Þriggja herbergja íbúð á efri hæð að norðan í fjórbýlishúsi, steyptu árið 2003. Íbúðin er 68,1 fm. Leigulóð hússins alls er 914 fm.
Snytileg eign og vel um gengin.
Að utan er húsið almennt í góðu ástandi.
Bílastæði er vestan við húsið.
Íbúðin skiptist í 2 svefnherbergi, eldhúskrók og stofu í sama rými, baðherbergi, geymslu og þvottahús.
Gengið er til íbúðarinnar á austurhlið hússins í dúklagða forstofu.
Við forstofu er dúklagt þvottahús með vaskaborði.
Svefnherbergi, stofa og eldhús eru dúklögð og í herbergjum eru skápar.
Innrétting í eldhúsi er úr spónlagðri eik.
Baðherbergi er með dúklögðu gólfi, sturtu, innréttingu og hvítum tækjum. Vifta á baðherbergi.
Geymsla er með góðu hilluplássi.
Frá stofu er gengið á vestursvalir.
Íbúðin var öll máluð árið 2019 og á sama tíma voru ljós endurnýjuð og settar led perur.
Innrétting, vaskur og blöndunartæki á baðherbergi hefur verið endurnýjað.
Eldavél var endurnýjuð fyrir um þremur árum.
Salerni var endurnýjað fyrir um 3 mánuðum.
Síðastliðinn vetur var sett handrið við tröppur að utan.
Innbú getur fylgt eftir nánara samkomulagi.
Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið fasteignir@krokurinn.is
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali