Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu íbúð í fjölbýlishúsinu við Geitagerði 7, Hólum í Hjaltadal í Skagafirði ásamt tilheyrandi hlutdeild í sameign og lóðarréttindum.
Þriggja herbergja íbúð á efri hæð að sunnan í fjórbýlishúsi, steyptu árið 2004.
Íbúðin er 68,1 fm. Leigulóð hússins alls er 873 fm.
Snytileg eign og gott útsýni.
Að utan er húsið almennt í góðu ástandi.
Bílastæði er sunnan við húsið.
Íbúðin skiptist í 2 svefnherbergi, eldhúskrók og stofu í sama rými, baðherbergi, geymslu og þvottahús.
Gengið er til íbúðarinnar á austurhlið hússins í parketlagða forstofu.
Við forstofu er dúklagt þvottahús þar sem er vaskaborð.
Svefnherbergi, stofa og eldhús er parketlagt og í herbergjum eru skápar.
Stofa og eldhús í sama rými.
Innrétting í eldhúsi hefur verið filmuð hvít og árið 2021 var borðplata endurnýjuð. Nýleg AEG eldavél. Elextrolux uppþvottavél fylgir.
Útgangur á vestursvalir frá eldhúsi.
Baðherbergi er með dúklögðu gólfi, sturtu og hvítri innréttingu. Vifta á baðherbergi. Vaskur og blöndunartæki eru nýleg.
Rúmgóð geymsla er með góðu hilluplássi.
Íbúðin er í útleigu.
Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið fasteignir@krokurinn.is
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali