Fornós 9, Sauðárkrókur
Tilboð
Einbýlishús
5 herb.
151,4 m2
Tilboð
Stofur
1
Herbergi
5
Baðherbergi
2
Svefnherbergi
4
Byggingaár
1978
Brunabótamat
70.700.000
Fasteignamat
49.450.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu fasteignina við Fornós 9, Sauðárkróki ásamt tilheyrandi lóðarleiguréttindum. 
Steypt einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr byggt árið 1978, alls 151,4 fm. 
Íbúðarhúsið er 113 fm. og bílskúrinn 38,4 fm. 
Fasteignin er vel staðsett með tilliti til þjónustu og útivistar, þ.e. skóla, verslunar, íþróttasvæðis, fjörunnar o.þ.h. 
Útsýni til norðurs frá fasteigninni. 

Smelltu hér til að skoða fasteignina í 3D!


Íbúðarhúsið skiptist í 4 herbergi, tvö baðherbergi, eldhús, stofu, þvottahús og geymslu. 
Gengið inn í flísalagða forstofu frá Fornós.
Þar við er flísalagt baðherbergi með sturtu.
Gangur er parketlagður og með skápum. 
Þrjú parketlögð herbergi við gang og flísalagt baðherbergi þar sem er baðkar.
Eitt herbergjanna er með skápum. 
Eldhús er parketlagt með málaðri innréttingu. 
Stofa er parketlögð og með gluggum til norðurs. Svalahurð í garð frá stofu. 
Eitt parketlagt herbergi er við stofu.
Inn af eldhúsi er þvottahús með innréttingu og geymsla/búr með hillum. Gólf málað.
Inngangur er frá bílaplani og í þvottahús.  

Þakjárn var endurnýjað árið 2000.
Útihurðir frá þvottahúsi endurnýjuð árið 2014.
Útihurð frá bílskúr í garð að norðan endurnýjuð árið 2014.
Pappi settur á þak bílskúr árið 2014.
Neysluvatnslagnir voru endurnýjaðar árið 2017.
Þakkantur var endurnýjaður árið 2019.

Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið fasteignir@krokurinn.is
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali




Senda fyrirspurn vegna

Fornós 9

CAPTCHA code


Sunna Björk Atladóttir
Lögmaður og löggiltur fasteignasali