Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu tveggja herbergja íbúð á annarri hæð fyrir miðju í fjölbýlishúsinu við Víðigrund 22, Sauðárkróki.
Séreignin er alls 66,5 fm., þar af sérgeymsla á jarðhæð 4,9 fm.
Fjölbýlishúsið var steypt árið 1978. Lóðarstærð hússins alls er 1981 fm.
Gott útsýni er frá íbúðinni og góðar svalir.
Íbúðin er vel staðsett, þ.e. stutt í skóla, leikskóla, íþróttasvæði og verslun ofl.
***SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA ÍBÚÐINA Í ÞRÍVÍDD***
Íbúðin er að mest öllu uppgerð og í góðu ástandi.
Íbúðin skiptist í eldhús, stofu, baðherbergi, herbergi og hol.
Gengið inn í íbúðina frá stigagangi í parketlagt
hol þar sem er skápur.
Í
eldhúsi er eikarinnrétting með ljósum borðplötum. Helluborð er frá Siemens. Bakaraofn og vifta er frá Whirlpool.
Stofa er parketlögð. Svalahurð út á góðar svalir að vestan úr stofu.
Á
baðherbergi er dúkur á gólfum veggir við baðkar eru flísalagði og sturta er í karinu. Á baði er þvottavélatengi.
Eitt parketlagt
herbergi með skápum.
Innihurðar hafa verið endurnýjaðar.
Innrétting í eldhúsi, hurðar og skápur í holi er um 6 ára og smíðað af Trésmiðjunni Borg á Sauðárkróki.
Á jarðhæð er sérgeymsla íbúðarinnar og einnig sameiginleg geymsla og þvottahús.
Nánari upplýsingar og söluyfirlit er að fá hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið fasteignir@krokurinn.is
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali.