Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu fasteignina við Aðalgötu 8, Sauðárkróki ásamt tilheyrandi leigulóðarréttindum.
Í húsinu er rekinn veitingastaðurinn Hard Wok Cafe. Rekstur veitingastaðarins er jafnframt til sölu.
Mikið endurnýjuð eign sem býður upp á mikla möguleika.
Birt stærð allrar fasteignarinnar er 375,5 fm. og er leigulóð hússins 412 fm. Húsið skiptist í tvær hæðir og kjallara.
Á efstu hæð er mikið endurnýjuð þriggja herbergja íbúð. Birt stærð íbúðarinnar er 116,6 fm. Íbúðin er á sérfastanúmeri.
Á miðhæð er veitingastaðurinn sem skiptist í sal og eldhús.
Í kjallara eru geymslur, þvottahús og lager fyrir veitingastaðinn.
Birt stærð veitingasalarins og kjallara er 258,9 fm. og skráð sem verslunarrými. Miðhæð og kjallari eru á sama fastanúmeri.
Innangent er á milli íbúðar og veitingastaðar um kjallara.
Þak og gluggar hafa verið endurnýjað. Gluggar voru endurnýjaðir árið 2014 og settir ál/plast gluggar með K-gleri.
ÍBÚÐIN:Íbúðin skiptist í tvö herbergi, baðherbergi, eldhús, stofu og forstofu.Gengið í rúmgóða
forstofa um dyr á suðurhlið hússins.
Forstofa er lögð vínilflísum og þar eru skápar. Nýjir ofnar. Útihurð hefur verið endurnýjuð.
Stigi frá forstofu til íbúðar og í kjallara hússins. Nýleg þrep smíðuð hjá Trésmiðjunni Borg.
Á
baðherbergi eru víniflísar á gólfi, hvít tæki, handklæðaofn og baðkar.
Herbergi eru rúmgóð. Panill á veggjum. Lausir skápar fylgja.
Stofa er rúmgóð. Panill á veggjum.
Í
eldhúsi er hvít IKEA innrétting m. dökkri borðplötu. Borðplata frá Trésmiðjunni Borg.
Svalir til suðurs.
Geymsluloft er yfir íbúðinni.
Miðstöðvar-, vatns- og frárennslislagnir hafa verið endirnýjaðar að hluta innan íbúðarinnar.Rafmagn hefur verið endurnýjað að mestu. VEITINGASTAÐUR:Veitingastaðurinn skiptist í veitingasal og afgreiðslu, eldhús, frysti- og kæliskápa, tvær snyrtingar.
Hæðin sem veitingastaðurinn er hefur verið mikið endurnýjuð.
Nú eru þar sæti og borð fyrir 36 manns.
Tæki og áhöld sem fylgja eru skráð á fylgiskjali.
Salur og eldhús er lagt vínilflísum.
KJALLARI:Í kjallara eru þrjú rúmgóð herbergi/geymslur og þvottahús.
Nánari upplýsingar er að fá hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið [email protected]
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali