Bárustígur 12, 550 Sauðárkrókur
54.000.000 Kr.
Einbýli
5 herb.
139 m2
54.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1956
Brunabótamat
54.820.000
Fasteignamat
44.650.000

Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu fasteignina við Bárustíg 12, Sauðárkróki ásamt tilheyrandi lóðarréttindum. 
Fimm herbergja einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr, alls 139,5 fm. 
Íbúðarhúsið er 114,2 fm. og bílskúr 25,3 fm, hvort tveggja byggt árið 1956.


Þakjárn og pappi var endurnýjað fyrir nokkrum árum.
Sunnan við húsið er nokkuð stór pallur með skjólgirðingu.
Lóðin er afgirt.

1. hæð:
Komið er inn í flísalagða forstofu og hol þar sem er stór skápur.
Við forstofuna er parketlagt herbergi með skápum.
Stofa að sunnanverðu er parketlögð. Hurð út á pall frá stofu.
Við stofu er parketlagt herbergi.
Eldhús er flísalagt með viðarinnréttingu og dökkum borðplötum. Háfur fyrir ofan eldavél virkar bara á hæstu stillingu.
Á baðherbergi er gólf og veggir flísalagðir, rúmgóð flísalögð sturta, hvít tæki og innrétting.
Þvottahús er rúmgott og flísalagt. Útihurð að austan úr þvottahúsi.

2. hæð:
Gengið er upp stiga í rúmgóðan, parketlagðan stigapall í risi.
Í risi eru tvö rúmgóð parketlögð herbergi.
Flísalögð snyrting með hvítum tækjum er í risi.

Fyrir u.þ.b. 15 árum voru frárennslislagnir hússins endurnýjaðar út í brunn.
Miðstöðvarlagnir hafa veriðendurnýjaðar.
Hiti er lagður í gólf við inngang, baðherbergi og þvottahús.


Bílskúr er frágenginn.
Þakjárn á skúrnum er nýlegt.

Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið [email protected]
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.