Fasteignin Kirkjugata 13, Hofsósi ásamt tilheyrandi leigulóðarréttindum.
Björt og vel skipulagt fimm herbergja steypt einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr, alls 245,5 fm.
Skráð stærð íbúðarinnar er 201,6 fm. og bílskúrs 43,9 fm. Byggingaár er 1975.
Leigulóð hússins er 824 fm.
Skemmtileg eign á góðum stað.Fasteignin skiptist í fjögur herbergi, eldhús, stofu, baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahús, forstofu og kjallara.Komið er í flísalagða
forstofu þar sem er góður skápur.
Við forstofu er
herbergi og
gestasnyrting sem er hvort tveggja flísalagt.
Stofa er björt. Parket á gólfi og stórir gluggar til suðurs.
Eldhús er með dúkflísum á gólfi, viðarinnréttingu og ljósri borðplötu. Eldavél og uppþvotta er frá Siemens.
Inn af eldhúsi er rúmgott
þvottahús. Þar er vaskaborð, gott skápapláss og hurð út í garð norðan við húsið.
Kjallari er undir húsinu að hluta og er gengið til hans frá þvottahúsi.
Við
herbergisgang eru
þrjú herbergi og
baðherbergi. Við enda herbergisgangs er svalahurð.
Herbergisgangur er parketlagður.
Baðherbergi var endurnýjað í kringum aldamótin. Flísar eru á gólfi og veggjum, góð viðarinnrétting við vask og ljós borðplata. Á baðherbergi er bæði baðkar og sturta.
Herbergi eru með dúkflísum. Gott skápapláss er í hjónaherbergi.
Bílskúr er rúmgóður. Bílskúrshurðir eru nýlegar en rafmagnsopnun virkar ekki.
Hurð í garð frá bílskúr.
Að utan er ástand hússins gott.
Þakjárn og þakpappi var endurnýjað ca. 2012.
Pallur og skjólvegg er sunnan við húsið.
Steypt og hellulögð stétt er framan við húsið.
Hofsós er lítið kauptún við austanverðan Skagafjörð með fjölbreytt framboð þjónustu. Þar eru m.a. leik- og grunnskóli, sundlaug, bensínstöð, verkstæði, matvöruverslun og veitingaþjónusta. Útsýni er yfir eyjar Skagafjaðar er einstaklega fallegt og stutt er í fallega náttúru og útivist.
Í lögum um fasteignakaup er lögð áhersla á skoðunarskyldu kaupanda. Væntanlegir kaupendur eru hvattir til að kynna sér ástand eignarinnar vandlega og afla sér aðstoðar sérfræðinga við frekari skoðun sé þess þörf að þeirra mati. Sú áhætta fylgir kaupum á fasteignum að ekki er hægt að átta sig á ástandi á þeim hlutum eignarinnar sem ekki sjást við venjulega skoðun svo sem fráveitu-, vatns- og miðstöðvarlögnum svo og þaki eftir atvikum.