Drekahlíð 9, 550 Sauðárkrókur
85.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
180 m2
85.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1979
Brunabótamat
87.900.000
Fasteignamat
64.250.000

Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu fasteignina við Drekahlíð 9, Sauðárkróki ásamt tilheyrandi lóðarleiguréttindum.
Vel skipulagt fimm herbergja einbýlishús ásamt bílskúr á góðum stað. 
Skráð stærð eignarinnar er 180,1 fm., þar af 37,5 fm. bílskúr. Fasteignin er steypt. Húsið byggt 1979 og bílskúr 1995.
Leigulóð hússins er 705 fm. 
Fasteignin er vel staðsett innarlega í Drekahlíð og stutt er í góðar gönguleiðir og náttúru.

Snyrtileg eign.

Íbúðarhúsið skiptist í 4 svefnherbergi (voru áður fimm), eldhús, stofu, baðherbergi, forstofu og þvottahús.
Komið er í flísalagða forstofu með fatahengi.
Við forstofu er parketlagt herbergi
Stofa er rúmgóð, parketlögð og með gluggum til austur og suðurs. 
Í eldhúsi eru flísar á gólfi og viðarinnrétting með ljósri borðplötu. Helluborð, bakaraofn frá Electrolux. 
Inn af eldhúsi er þvottahús. Frá þvottahúsi er hurð út að vestan. Þvottahús er flísalagt að hluta og með góðri innréttingu, vask og stórum skáp. 
Herbergisgangur er parketlagður og við enda gangs er hurð út í garð og skápar þar við.
Við ganginn eru þrjú rúmgóð herbergi sem öll eru parketlögð. 
Baðherbergi var endurnýjað árið 2020. Flísar eru á gólfi veggjum, walk in sturta, handklæðaofn og hvít innréttingu við vask. 
Bílskúr er rúmgóður og fullfrágenginn. Í honum er geymsla þar sem er fyrstikista. Gólf er steypt.

Garður er gróinn og sunnan við húsið er pallur með heitum potti.
Plan er malarborðið.

Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið [email protected]
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.