Fasteignasala Sauðárkróki býður til sölu fimm herbergja 124,2 m² íbúð merkt 101 á neðri hæð með sérinngangi i þríbýlishúsi, steyptu árið 1999 við Brúsabyggð 6 að Hólum í Hjaltadal, Skagafirði ásamt tilheyrandi hlutdeild í sameign og lóðarréttindum.
Leigulóð hússins alls er 1061 fm.
Gott útsýni er frá íbúðinni.Íbúðin skiptist í forstofu, gang/hol, þvottahús, geymslu, fjögur svefnherbergi, eldhús, stofu, baðherbergi.Forstofa er með dúk á gólfi og fatahengi.
Gangur/hol með dúk á gólfi.
Þvottahús með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, skolvaski, og hillum á vegg, dúkur á gólfi.
Geymsla með lökkuðu gólfi og hillum.
Hjónaherbergi er dúklagt með gömlum fataskáp.
Þrjú barnaherbergi með gömlum fataskápum, dúkur á gólfi.
Tvö baðherbergi eru í íbúðinni, bæði dúklög. Annað baðherbergið er með sturtuklefa og hitt með baðkari.
Stofa er björt með lélegu plastparketi á gólfi..
Eldhús er með upprunalegri eldhúsinnréttingu og eldhúskrók. Eldhúsinnrétting er með bakaraofni, helluborði, gufugleypi og tengi fyrir ísskáp og uppþvottavél, dúkur á gólfi. Hjá eldhúskróki er hurð út á verönd.
Dúkur á gólfum er gamall og lélegur.
Gler í einu svefnherbergi þarfnast endurnýjunar.
Eigandi mælir sérstaklega með því að eignin sé skoðuð með fagmönnum.
Ekki er starfandi húsfélag í húsinu.
Hólar er byggðakjarni staðsettur í Hjaltadal í Skagafirði. Hólar eru einn sögufrægasti staður Íslands og biskupssetur um aldir. Á Hólum er leikskóli og Háskólinn á Hólum. Hólaskóli sérhæfir sig í ferðamálafræðum, hrossarækt og reiðmennsku, auk fiskeldis og fiskalíffræði. Fjölbreyttar gönguleiðir eru á Hólum og í nágrenni.
Frá Hólum er stutt á Hofsós og Sauðárkrók.
Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið [email protected]
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali