Brúsabyggð 6 íbúð 202 , 551 Sauðárkrókur
21.500.000 Kr.
Fjölbýli/ Þríbýli
2 herb.
57 m2
21.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1999
Brunabótamat
28.650.000
Fasteignamat
13.500.000

Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu tveggja herbergja 57,3 m² íbúð merkt 202 með sérinngangi i þríbýlishúsi, steyptu árið 1999 við Brúsabyggð 6 að Hólum í Hjaltadal, Skagafirði ásamt tilheyrandi hlutdeild í sameign og lóðarréttindum.
Leigulóð hússins alls er 1061 fm.


Íbúðin skiptist í forstofu, geymslu, gang, eitt svefnherbergi, eldhús, stofu, baðherbergi.
Forstofa er með dúk á gólfi og fatahengi.
Geymsla er inn af forstofu með hillum á vegg og skolvaski, dúkur á gólfi.
Gangur með dúk á gólfi og hillum.
Svefnherbergi er dúklagt með gömlum fataskáp.
Baðherbergi er dúklagt með sturtuklefa og tengi fyrir þvottavél.
Eldhús og stofa er í opnu rými, dúkur á gólfi. Upprunaleg eldhúsinnréttingu á einum vegg með bakaraofni, helluborði, gufugleypi og tengi fyrir ísskáp. Úr stofu er útgengi á svalir. Svalir eru sameiginlegar með íbúð 201.

Dúkur á gólfum er gamall og lélegur.
Eigandi mælir sérstaklega með því að eignin sé skoðuð með fagmönnum.
Ekki er starfandi húsfélag í húsinu.

Hólar er byggðakjarni staðsettur í Hjaltadal í Skagafirði. Hólar eru einn sögufrægasti staður Íslands og biskupssetur um aldir. Á Hólum er leikskóli og Háskólinn á Hólum. Hólaskóli sérhæfir sig í ferðamálafræðum, hrossarækt og reiðmennsku, auk fiskeldis og fiskalíffræði. Fjölbreyttar gönguleiðir eru á Hólum og í nágrenni.
Frá Hólum er stutt á Hofsós og Sauðárkrók.

Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið [email protected]
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.