Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu fasteignina við Grundarstíg 26, Sauðárkróki ásamt tilheyrandi leigulóðarréttindum.
Um er að ræða vel skipulagt og mikið endurnýjað, fimm herbergja einbýlishús á einni hæð ásamt garðskála og bílskúr, alls 193,3 fm.
Íbúðarhúsið er alls 133,8 fm., garðskáli er 26,7 fm. og bílskúr er 32,8 fm.
Leigulóð hússins er alls 630 fm.
Eignin er vel staðsett og í göngufæri við ýmsa þjónustu s.s. skóla, leikskóla, íþróttasvæði, sundlaug, verslun, líkamsræktarstöðvar o.fl.Snyrtileg eign í góðu ástandi sem hefur verið vel við haldið.Helstu endurbætur:
2024 - Þak endurnýjað, þ.e. skipt um þakjárn, pappa, tommuborð, lögð þakull og sperrur lagfærðar.
2024 - Ljósleiðari tengdur.
2023 - Skipt um útihurðir og karma í forstofu, þvottahúsi og gönguhurð í bílskúr.
2023 - Þakkantur settur á bílskúr.
2020 - Um 60 fm. sólpallur byggður sunnan við húsið.
2018 - Skipt um þak og þakrennur á sólstofu.
2016 - Skipt um gólfefni á herbergjum á svefnherbergisgangi, gangi og holi.
2013 - Skipt um allt gler í gluggum og gluggalista.
2007 - Innréttingar í eldhúsi og þvottahúsi endurnýjaðar og gólf beggja rýma flísalagt. Búr inn af eldhúsi flísalagt.
2003 - Ofnar og ofnalagnir endurnýjaðar.Íbúðarhúsið skiptist í 4 herbergi, stofu, eldhús, baðherbergi, snyrtingu, búr, þvottahús og sólstofu.
Gengið inn í flísalagða
forstofu með fatahengi.
Við forstofu er dúklögð
snyrting og parketlagt
herbergi með skápum.
Frá forstofu er komið í parketlagt
hol og þar við er
stofa, eldhús og
herbergisgangur.
Stofa er flísalögð. Gluggar snúa til norður og vesturs.
Eldhús er flísalagt. Viðarinnrétting og dökk borðplata frá Tak á Akureyri.
Við
eldhús er
búr með flísum á gólfi og góðu hilluplássi.
Frá eldhúsi er gengið í flísalagt
þvottahús. Í þvottahúsi er vaskur, hvít innrétting með dökkri borðplötu.
Útihurð frá þvottahúsi. Hægt er að komast inn á herbergisgang frá þvottahúsi.
Herbergisgangur parketlagður. Við ganginn eru 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og sólstofa.
Herbergi eru öll parketlögð og skápar í hjónaherbergi.
Á
baðherbergi eru flísar á gólfi og veggjum að hluta, hvít innrétting með ljósri borðplötu og sturta.
Sólstofan er byggð sunnan við húsið og gengið til hennar frá herbergisgangi. Gólf er lagt epoxy og þar er gólfhiti. Frá sólstofu er gengið út á sólpall. Loft sólskála er óeinangrað.
Bílskúr er staðsettur austan við húsið. Bílskúrshurð er upprunaleg. Í bílskúr er geymsla.
Plan er malarborið.
Garður er gróinn, limgerði að vestan og norðan og rósarunnar undir vesturgluggum og vestan við sólpall.
Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið [email protected]
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali