Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu fasteignina við Ægisstígur 5, Sauðárkróki ásamt tilheyrandi hlutdeild í sameign og lóðarréttindum.
Fjögurra herbergja íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi ásamt bílskúr alls 138,6 fm.
Skráð stærð íbúðarinnar er 106,6 fm. og bílskúrs 32 fm.
Leigulóð hússins er 440 fm. Á árunum 2010 og 2011 var íbúðin öll endurnýjuð að innan, þ.e. allar lagnir, innréttingar, gólfefni o.þ.h.
Gólfhiti er í öllum rýmum nema herbergjum og stofu.
Íbúðin skiptist í þrjú herbergi, stofu, eldhús, baðherbergi, þvottahús og forstofu.
Komið er í flísalagða
forstofu með fatahengi.
Í
eldhúsi er viðarinnréttingar með dökkri borðplötu, AEG helluborð, Whirlpool bakaraofn og vifta.
Stofa er parketlögð og með gluggum til suðurs.
Gangur er parketlagður.
Á
baðherbergi eru flísar á gólfi og veggjum, hvít innrétting, nuddbaðkar og sturta.
Herbergi eru öll parketlögð og hjónaherbergi er með skápum.
Þvottahús er flísalagt og þaðan er gengið í garð á bað við hús.
Bílskúr er óeinangraður en þar er ofn og hitaveitugrind fyrir báðar hæðir.
Bílaplan er steypt og með snjóbræðslu. Bílaplan framan við bílskúr tilheyrir íbúðinni.
Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið [email protected]
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali