Fasteignin Túnbraut 5, Skagaströnd ásamt tilheyrandi hlutdeild í sameign og lóðarréttindum.
Tveggja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi, alls 72,4 fm. Húsið var byggt árið 1978 og þar eru 4 íbúðir.
Leigulóð hússins er alls 1000 fm. og sameiginleg með öðrum íbúðum hússins.Íbúðin skiptist í herbergi, stofu, baðherbergi, eldhús, búr, geymslu og forstofu.
Gengið er frá stofu út í garð að vestan.
Íbúðin hefur verið gerð má segja fokheld og afhendist þannig.
Innréttingar, gólfefni, baðkar o.þ.h. hefur verið fjarlægt úr íbúðinni.
Upp kom mygla í íbúðinni vegna ónægrar loftunar. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér ástand eignarinnar vel í ljósi þess.
Vart var við raka frá útveggjum en búið er fara í sprunguviðgerðir á húsinu að utan og kominn er tími á að mála það.
Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasöu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið [email protected]
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteilgnasali