Fasteignin Garðhús land (Háholt) í Skagafirði ásamt 3 ha. eignarlóð.
Fasteignin er steypt og alls 385,7 fm. að stærð og byggð árið 1998.
Eignin er vel staðsett á Langholtinu í Skagafirði og frá eigninni er frábært útsýni og víðsýnt er til allra átta.Í fasteigninni eru níu herbergi, þrjú baðherbergi, geymslur, skrifstofur, setustofur, tvö þvottahús, iðnaðareldhús og fleiri rými.
Góð lofthæð er í fasteigninni og loftræstikerfi.
Fasteignin er almennt í góðu ástandi að utan sem innan og er að mestu upprunaleg. Á gólfi er dúkur nema í forstofu þar sem eru flísar.
Móða er á milli glerja og nokkrar rúður eru brotnar.
Um margra ára skeið var rekið vistheimili í fasteigninni en hún hefur nánast staðið auð síðustu ár.
Frá fasteigninni og í Varmahlíð eru um 5 km. og til Sauðárkróks um 22 km.
Fasteignin bíður upp á mikla möguleika.
Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið [email protected]
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali