Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu fasteignina við Fellstún 16, Sauðárkróki ásamt tilheyrandi leigulóðarréttindum.
Einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr, alls 266,3 fm., byggt úr forsteyptum einingum með svartri steiningu að utan.
Íbúðin er skráð 200,8 fm. og bílskúr 65,5 fm. Leigulóð er 690 m.
Fasteignin er vel staðsett í vinsælu hverfi á Sauðárkróki.Samkvæmt teikningu skiptist eignin í 4 herbergi, inn af hjónaherbergi er fataherbergi og baðherbergi, stofa og eldhús í sama rými, baðherbergi, sjónvarpshol, forstofu og þvotthús.
Bílskúr er stór og skv. teikningu er það afstúkuð geymsla.
Gluggar eru álklæddir timburkarmar. Þeir milliveggir sem ekki eru forsteyptir eru hlaðnir úr vikur-milliveggjaplötum. Þak er einhalla með 10° þakhalla. Sperrur eru bornar uppi af límtrésbita, útveggjum og steyptum innveggjum. Heilklætt er ofan á sperrur með borðvið, tvöfaldur asfaltpappi og upplektuð bárujárnsklæðning. Útveggir eru byggðir þannig upp að yst er 70mm veðurkápa, þá 100mm plasteinangrun og burðarveggur 150mm þykkur.
Fasteignin er nú á byggingarstigi 2 (Fokhelt) og Matsstigi 4 (Fokheld bygging) og selst þannig. Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið [email protected]
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali