Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu fasteignin við Kambastíg 2A, Sauðárkróki ásamt tilheyrandi hlutdeild í sameign og leigulóðarréttindum.
Um er að ræða tvær íbúðir á miðhæð og í kjallara hússins sem er steypt og byggt árið 1927.
Birt heildarstærð séreignarinnar samkvæmt fasteignayfirlitier 137,7 fm. Leigulóð hússins alls er 434 fm. Íbúðirnar eru báðar í útleigu.
Íbúð miðhæðar, birt stærð íbúðarinnar er 66,9 fm.:Íbúðin skiptist í tvö herbergi, stofu, eldhús og baðherbergi.
Inngangur að austan um steinsteyptar tröppur. Komið inn í parketlagða forstofu/gang. Við gang eru skápar.
Eldhús með dökkri innréttingu og dökkri borðplötu. Innrétting var endurnýjuð í byrjun árs 2021. Siemens eldavél. Aðstaða fyrir þvottavél í eldhúsi.
Tvö parketlögð herbergi auk stofu.
Baðherbergi var endurnýjað 2022 og þá sett ný innrétting, sturta og vínilparket á gólf.
Vatnslagnir í eldhúsi og baðherbergi hafa verið endurnýjaðar.
Nýtt parket var lagt á íbúðina í janúar 2022.
Íbúð í kjallara er 72,4 fm. og ÓSAMÞYKKT.Kjallari skiptist í tvö herbergi, stofu, eldhúskrók og baðherbergi.
Íbúðin var öll gerð upp á árunum 2020-2022.
Gólf eru öll flísalögð og með gólfhita.
Gengið er í íbúðina niður hlaðnar tröppur á austurhlið hússins.
Stofa er miðsvæðis í íbúðinni og þar við rúmgott herbergi.
Í eldhúsi er viðarinnrétting með dökkri borðplötu, Beko eldavél og Electolux vifta.
Við eldhús er annað herbergi.
Á baðherbergi er hvít innrétting, hvít tæki, handklæðaofn, stór spegill og sturta. Þvottavélatengi á baðherbergi.
Að utan er húsið í ágætu ástandi.
Þakjárn og þakrennur hafa verið endurnýjaðar en ekki liggur fyrir hvenær.
Gluggar virðast í lagi en gler er orðið gamalt. Húsið þarfnast málunar að utan.
Þakvirki er báruklætt valmaþak.
Frárennslislagnir hússins hafa verið endurnýjaðar út í brunn og settur nýr brunnur við lóðarmörk.
Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið [email protected]
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali