Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu fasteignina Drekahlíð 5, Sauðárkróki ásamt tilheyrandi lóðarleiguréttindum.
Vel skipulagt fimm herbergja, steypt einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr alls 192,7 fm.
Íbúðarhúsið er skráð 140,7 fm. og byggt árið 1988. Bílskúrinn er skráður 52 fm. og byggður 1987.
Leiglóð hússins er 705 fm.
Góð eign á góðum stað. Fasteignin skiptist í 4 svefnherbergi, stofu, eldhús, baðherbergi, gestasnyrtingu, búr, þvottahús og forstofu.Komið er í flísalagða
forstofu.
Þar við er parketlagt
herbergi og
gestasnyrting sem er með dúk á gólfi.
Eldhús er flísalagt og með ljósri innréttingu. Við eldhús er búr. Bakaraofn frá Siemens er nýlegur.
Stofa er parketlögð og björt. Stórir gluggar eru í stofu á suðurhlið.
Baðherbergi er með flísalögðu gólfi og veggjum að hluta. Sturta er flísalögð. Viðarinnrétting með ljósri borðplötu.
Herbergisgangur er parketlagður og eigendur nota sem
sjónvarpshol.
Öll
herbergi eru parketlögð og rúmgóð, skápar eru í hjónaherbergi.
Þvottahús er flísalagt, með vaski, vaskaborði og efri skápum. Hurð frá þvottahúsi út í garð að austan.
Bílskúr er rúmgóður en ófrágengin. Eftir er að klæða í loft og veggi.
Hellulagt bílastæði og að húsinu að framan og pallur að vestan.
Heitur pottur fylgir.
Snjóbræðsla er í bílastæði og gangi að útihurð.
Skipt hefur verið um gler í flestum gluggum.
Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið [email protected]
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali