Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu Skógargötu 3B, Sauðárkróki ásamt hlutdeild í sameign og lóðarréttindum.
Um er að ræða parhús á tveimur hæðum, byggt úr timbriárið 1907, alls 151 fm.
Leigulóð íbúðarinnar er 188 fm.Íbúðin skiptist í kjallara, hæð og ris.
Á
hæðinni er forstofa, eldhús, stofa, þvottahús og baðherbergi.
Í
risi eru þrjú herbergi og geymsla.
Kjallari er ekki innréttaður og telst sem geymsla. Þar eru fjögur rými og var eitt þeirra áður innréttað sem upptökustúdíó.
Inngangur að austan í litla flísalagða forstofu.
Það við er parketlagt
eldhús með hvítri innréttingu með dökkri borðplötu. Siemens bakaraofni og helluborði.
Stofa er með dökkbrúnu parketi.
Baðherbergi er dúklagt með hvítum tækjum og hvítri innréttingu. Veggir eru málaðir. Sturta með hengi og sturtubotni og baðkar.
Þvottahús er dúklagt. Hleri í kjallara frá þvottahúsi.
Frá
stofu er parketlagður stigi í ris.
Í
risi að austan er eitt parketlagt herbergi og að vestan eru tvö herbergi, annað dúklagt og hitt nýlega parketlagt.
Parketlagður
gangur og skápar þar við.
Íbúðin er í útleigu.
Nánari upplýsingar er að fá hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið [email protected]
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali