Iðnaðarhúsnæðið við Mánabraut 2, Skagaströnd ásamt tilheyrandi lóðarleiguréttindum.
Límtréshús með steyptri viðbyggingu, byggt árið 1989 og alls 270,5 fm.
Leigulóðin er 2141,5 fm.Fasteignin er að mestu upprunaleg, þ.e. þak, gluggar og lagnir.
Fasteignin skiptist í vinnusal, skrifstofu/lager, geymslu, snyrtingu og kaffistofu. Kaffistofa er staðsett á millilofti.
Vinnusalur er stór með góðri lofthæð. Á suðurhlið er stór iðnaðarhurð sem komin er til ára sinna.
Hitaveita og ljósleiðari er lagt í húsið. Búið að tengja inn á hitaveitu einn blásara í vinnusal og einn bilofn, annars er húsið kynnt með rafmagni. Búið er að tengja ljósleiðara. Þak var þvegið og málað í fyrrasumar 2024.
Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið [email protected]
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali