Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu fasteignina við Suðurgötu 12, Sauðárkróki ásamt tilheyrandi lóðarleiguréttindum.
Vel skipulagt, fjögurra herbergja einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr byggt árið 2004.
Íbúðarhúsið er skráð alls 147,1 fm. og bílskúr 39,4 fm.
Leigulóð hússins er 945 fm. Íbúðarhúsið skiptist í 3 svefnherbergi, eldhús, stofu, baðherbergi, forstofu og þvottahús.Inngangur er austan við húsinu. Komið er í flísalagða forstofu með fatahengi.
Stofa er parketlögð og með gluggum til vesturs. Svalahurð til vesturs út á pall.
Eldhús er með flísum á gólfi og hvítri upprunalegri innréttingu með viðarborðplötu. Við eldhús er þvottahús.
Gólfhiti er á baðherbergi, forstofu, þvottahúsi og í hluta af eldhúsi.
Þvottahús er flísalagt og með vaskaborði.
Við
herberisgang eru þrjú herbergi, öll parketlögð og með skápum.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og plötur á veggjum. Baðkar, sturtuklefi og hvít innrétting með skápum við vask. Skemmdir er við baðkar.
Sólpallur er vestan og sunnan við húsið. Skjólsælt er á lóðinni.
Í garði er heitur pottur sem virkar ekki en hægt er að nota sem skel. Garður er fallega gróinn. Plan er steypt með hita að hluta, affallið af húsinu er notað til að hita upp planið.
Rúmgóður bílskúr. Lagnir fyrir vask eru til staðar.
Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið [email protected]
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali